Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum

Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un í Singapúr í júní. Aflýsti fundinum vegna reiði Norður-Kóreumanna sem hótuðu kjarnorkustríði og kölluðu varaforsetann heimskingja. Ekki er þó öll von úti enn, að mati skýranda BBC.

Erlent
Fréttamynd

Trump hættur við að hitta Kim

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní.

Erlent
Fréttamynd

Lestarslys á Ítalíu

Tveir eru látnir og hið minnsta 18 slasaðir eftir að lest ók á flutningabíl á norðanverðri Ítalíu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Júlíu Skripal dreymir um Rússland

Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni.

Erlent
Fréttamynd

Árásin í Parkland breytti litlu

Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign.

Erlent
Fréttamynd

Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag

Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng.

Erlent
Sjá næstu 25 fréttir