Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Afsökunarbeiðni skref í átt að upplausn ETA

Aðskilnaðarsamtök Baska biðjast afsökunar. Höfðu áður lagt niður vopn. Gerðu fjölda árása og myrtu meðal annars forsætisráðherra á sínum tíma. Afsökunarbeiðninni hafnað. Spænska ríkið fer fram á skilyrðislausa upplausn.

Erlent
Fréttamynd

Karl Bretaprins verður leiðtogi breska samveldisins

Karl Bretaprins verður næsti leiðtogi breska samveldisins. Elísabet önnur Bretlandsdrottning bað í gær leiðtoga samveldisríkjanna fimmtíu og þriggja að tilnefna Karl sem næsta þjóðhöfðingja þar sem titillinn gengur ekki í erfðir eins og sjálf krúna Bretlands. Það var samþykkt á leiðtogafundi í Lundúnum í hádeginu.

Erlent
Fréttamynd

83 ára tekinn af lífi í Alabama

Moody er 83 ára gamall og þar með elsti maðurinn sem líflátinn hefur verið í Bandaríkjunum síðan dauðarefsing var tekin upp að nýju þar í landi árið 1976.

Erlent
Fréttamynd

Nýr forseti segir byltinguna halda áfram

Valdatíð Castro-bræðra á enda. Nýr forseti tekinn við. Sá lofar því að byltingin haldi áfram og segir ekkert pláss fyrir kapítalista í þessu eins flokks kommúnistaríki. Castro-bræður voru við völd á Kúbu í nærri sex áratugi.

Erlent
Sjá næstu 25 fréttir