Fréttir

Fréttamynd

Fjögur þúsund börn í Nígeríu í skjól hjá SOS Barnaþorpunum

SOS Barnaþorpin á Íslandi styrkja neyðaraðstoðarverkefni í Bornohéraði í norðaustur hluta Nígeríu um 5 milljónir króna en þar eiga stjórnvöld í stríðsátökum við vígasamtökin Boko Haram. Rúmar tvær milljónir manna eru á vergangi og yfir 230 þúsund manns hafi flúið til nágrannalanda.

Kynningar

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ísland efst tíunda árið í röð

Ísland trónir á toppnum á lista World Economic Forum yfir ríki þar sem mest kynjajafnrétti ríkir, tíunda árið í röð. Noregur, Svíþjóð og Finnland koma næst Íslandi á listanum. Skýrslan kom út í morgun.

Kynningar
Fréttamynd

„Orkumál eru stóra mál Heimsmarkmiðanna“

"Það sem brennur helst á okkur Íslendingum eru loftslagsmálin en svo eru líka mál sem við höfum forgangsraðað eins og kynjajafnréttismál, svo dæmi sé tekið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali í norrænu fréttabréfi Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.

Kynningar
Fréttamynd

Rauði krossinn í samstarf við Jafnréttisskólann

Fulltrúar Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) og Rauða krossins á Íslandi skrifuðu undir samning um samstarf með áherslu á kynja- og jafnréttismál og ennfremur að skiptast á sérfræðiþekkingu í mannúðar- og þróunarstarfi bæði hérlendis og erlendis.

Kynningar
Fréttamynd

Meginmarkmiðið að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, 2019-2023 á Alþingi í gær. Utanríkisráðherra sagði að umfjöllun Alþingis um fyrri áætlanir hafi sýnt að það ríki jákvæð samstaða um málaflokkinn og að þingheimur vilji vanda vel til verka þegar kemur að þróunarsamvinnu.

Kynningar
Fréttamynd

Fyrstu Rakarastofuráðstefnurnar haldnar í Afríku

Sendiráð Íslands, UN Women í Malaví og landsnefnd UN Women á Íslandi stóðu að tveimur Rakarastofuráðstefnum, þeim fyrstu í Afríku. Sú fyrri var haldin í Mangochi, samstarfshéraði Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og sú síðari í höfuðborginni, Lilongve.

Kynningar
Fréttamynd

Fækka þarf hungruðum um 185 þúsund á degi hverjum

Fækka þarf hungruðum um 185 þúsund á hverjum degi næstu tólf árin til þess að ná öðru Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram á ráðstefnu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO) á alþjóðlegri ráðstefnu um matvælaöryggi í heiminum sem haldin er í Bankok á Tælandi.

Kynningar
Fréttamynd

Fátækustu borgarbörnin verr sett en börn í sveitum

Milljónir fátækustu barnanna sem alast upp í borgum eru líklegri til að deyja ung borið saman við börn í dreifbýli. Fátækustu borgarbörnin eru líka verr sett þegar kemur að menntamálum og þau eru ólíklegri til að ljúka grunnskólanámi en jafnaldrar þeirra til sveita.

Kynningar
Fréttamynd

Ofbeldi gegn konum er heimsfaraldur

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ofbeldi gegn konum sé hindrun í vegi jafnréttis, friðar og þróunar. Ofbeldi gegn konum er "heimsfaraldur” að hans mati.

Kynningar
Fréttamynd

Börn fá orðið á alþjóðadegi barna

Ævar Þór Benediktsson afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra skilaboð sem börn í Flataskóla í Garðabæ skrifuðu til stjórnvalda á fallega skreyttan loftbelg, í tilefni af alþjóðadegi barna, sem er í dag 20. nóvember.

Kynningar
Fréttamynd

Alþjóða klósettdagurinn: Þegar náttúran kallar

Þegar náttúran kallar er yfirskrift alþjóðlega klósettdagsins, í dag 19. nóvember. Hálfur fimmti milljarður jarðarbúa hefur ekki viðunandi aðgang að salernisaðstöðu. Þetta aðstöðuleysi dregur rúmlega 2,7 milljónir manna til dauða árlega, í langflestum tilvikum börn yngri en fimm ára.

Kynningar
Fréttamynd

Brugðist við neyðinni í Jemen með 100 milljóna króna framlagi

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ákvað í dag að utanríkisráðuneytið myndi verja 100 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Jemen. Framlagið skiptist jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð, annars vegar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og hins vegar til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).

Kynningar
Fréttamynd

Vannærð börnin hafa tæpast kraft til að anda

„Það þarf að koma á friði í Jemen,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Hvergi í heiminum er neyðin jafn mikil og þörfin fyrir mannúðaraðstoð jafn brýn.

Kynningar
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.