Fréttir

Fréttamynd

Ungmenni eru kyndilberar heimsmarkmiðanna

Þátttaka ungs fólk í ákvarðanatöku hvað varðar sjálfbæra þróun er nauðsynleg ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030. Ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára eru um 16% mannkyns.

Kynningar

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Íslendingar í lið með FAO gegn ólöglegum fiskveiðum

"Samstarfið lagar sig einkar vel að pólitískri stefnu Íslands í alþjóðamálum með ríkum áherslum á málefni hafsins," segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um nýjan samstarfssamning ráðuneytisins við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO.

Kynningar
Fréttamynd

Tæplega helmingur tungumála í útrýmingarhættu

43% tungumála heimsins eru í útrýmingarhættu. "Á tveggja vikna fresti deyr tungumál út og með því hverfur menningarleg og vitsmunaleg arfleifð,“ segir á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðadagur móðurmálsins er á morgun.

Kynningar
Fréttamynd

Mikill árangur á skömmum tíma

Fjölskyldueflingarverkefni sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna í Eþíópíu gengur vel. Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS á Íslandi og Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi gerðu úttekt á þróun verkefnisins sem styrkt er af utanríkisráðuneytinu og SOS-fjölskylduvinum hér á landi.

Kynningar
Fréttamynd

„Einstakt traust sem okkur er sýnt af Íslands hálfu"

Móses Chimphepo héraðsstjóri í Mangochi fór lofsamlegum orðum um stuðning íslenskra stjórnvalda við íbúa héraðsins á undanförnum árum á fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þegar hann heimsótti verkefnasvæði Íslands í Malaví í síðustu viku.

Kynningar
Fréttamynd

Herferð gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Alþjóðlegur dagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna er í dag. Af því tilefni hefur Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, hrint af stað herferð þar sem vakin er athygli á skaðsemi þeirra.

Kynningar
Fréttamynd

Fiskistofnar ná sér á strik í Úganda

Fleiri fiskverkunarstöðvar eru nú starfræktar í Úganda en mörg undanfarin ár og er ástand fiskistofna mun betra eftir að stjórnvöld gripu til aðgerða gegn ólöglegum veiðarfærum. Íslendingar byggðu upp fiskgæðakerfi með Fiskimálastofnuninni í Úganda svo mögulegt varð að gefa út gæðavottorð sem höfðu gildi á Evrópumarkaði.

Kynningar
Fréttamynd

Fjórða hvert barn býr við stríð eða aðrar hörmungar

Eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum býr á svæði þar sem geisar stríð eða aðrar hörmungar. Milljónir barna skortir öryggi og vernd. Vaxandi ofbeldi og árásir hafi stóraukið þörfina á neyðararaðstoð. UNICEF ítrekar að alþjóðasamfélagið þurfi að skuldbinda sig af fullri alvöru til að vernda börn.

Kynningar
Fréttamynd

Brottfall nemenda nánast horfið eftir stuðning Íslendinga

Fyrir fáeinum árum voru aðeins fjórar nothæfar kennslustofur í Milimbo grunnskólanum í Mangochihéraði í Malaví. Allir nemendur skólans eru nú komnir undir þak, þökk sé stuðningi héraðsyfirvalda í Mangochi gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Formaður og annar varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis heimsóttu skólann.

Kynningar
Fréttamynd

Íslenskur stuðningur við börn í flóttamannabyggðum Úganda

Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi.

Kynningar
Fréttamynd

Afríkubúar vilja helst góða atvinnu og hagvöxt

Góð atvinna og hagvöxtur, er efst á óskalista Afríkubúa þegar þeir eru spurðir álits á mikilvægustu Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Afrobarometer lagði spurninguna fyrir almenning í 34 Afríkuríkjum.

Kynningar
Fréttamynd

Mannfjölgun í Malaví 35% á átta árum

Hagstofan í Malaví leiddi framkvæmd manntals í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) með tæknilegum stuðningi Manntalsskrifstofu Bandaríkjanna. Kostnaðaráætlun fyrir manntalið og úrvinnslu gagna nemur um 22,5 milljónum Bandaríkjadala. Íslensk stjórnvöld leggja fram tæpar eitt hundrað milljónir króna og sá stuðningur mun einkum nýtast við úrvinnslu gagna og uppsetningu gagnamiðlunarkerfis.

Kynningar
Fréttamynd

Níu umsóknir bárust um styrki úr Samstarfssjóði við atvinnulífið

Samstarfssjóður við atvinnulíf um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum hefur yfir að ráða allt að 100 milljónum króna. Níu umsóknir bárust til sjóðsins. Áskilið er að styrkt verkefni skuli vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti í fátækum ríkjum heims.

Kynningar
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.