Sport

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Endurkoma Cardiff dugði ekki til

Leikur Watford og Cardiff í ensku úrvalsdeildinni var í flestra huga ekki líklegur til þess að verða nein sýning en svo átti heldur betur eftir að verða og kom hvert glæsimarkið á eftir öðru.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jafntefli hjá Alfreð

Alfreð Finnbogason og félagar í þýska liðinu Augsburg gerðu 1-1 jafntefli við Schalke í Bundesligunni í dag. Bayern München vann stórsigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi fær ekki góða dóma

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton töpuðu 3-1 fyrir Manchester City á Etihadvellinum í Manchester í dag. Gylfi Þór fékk ekki háa dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

City aftur á toppinn

Manchester City endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar af Liverpool með nokkuð öruggum sigri á Everton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rashford: Mætum til að vinna

Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, segir að Liverpool sé ekki sigurstranglegra liðið fyrir viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Liverpool er efst í deildinni eftir sextán umferðir en Manchester United situr í 6.sætinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Van Dijk: Erum ekki hræddir við United

Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins mæti ekki hræddir til leiks gegn Manchester United á sunnudaginn en liðin mætast þá á Anfield. Hann segir þó að þeir séu meðvitaðir um ógn United liðsins í sókninni.

Enski boltinn
Fréttamynd

AC Milan fékk risasekt og verður á skilorði

Ítalska stórliðið AC Milan fékk í dag 12 milljón evra sekt frá Evrópska knattspyrnusambandinu fyrir að hafa brotið reglur sambandsins um fjármál félaga. Sektin er sú hæsta síðan reglurnar voru settar á árið 2014.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Már á förum frá Grasshoppers

Rúnar Már Sigurjónsson gerir ráð fyrir því að yfirgefa herbúðir svissneska liðsins Grasshoppers þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Rúnar Már hefur leikið með liðinu síðan 2016.

Fótbolti
Fréttamynd

Salah valinn bestur annað árið í röð

Mohamed Salah leikmaður Liverpool var í dag valinn besti leikmaður Afríku. Þetta er annað árið í röð sem Salah hlotnast þessi heiður en hann hefur átt magnað ár bæði með Liverpool og landsliði Egyptalands.

Enski boltinn
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.