Innlent

Vildi þyngri dóm yfir dýraníðingi

Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands.
„Ég fagna því að það sé búið að dæma í málinu, að hann hafi fengið fangelsisdóm, þó hann sé skilorðsbundinn," segir Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, sem ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um nýfallinn dóm yfir dýraníðingi á Þingeyri.Málið þótti hrollvekjandi, en hræ hundsins fannst í höfninni á Þingeyri fyrir jól. Sá seki hafði bundið hund fastan við dekk og kastað út í sjóinn. Þannig drukknaði svo dýrið. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa drekkt hundinum. Hann þarf að greiða 100 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og þá er hann einnig sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni í fimm ár auk þess sem hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.Sif segir dóminn kalla fram blendnar tilfinningar, hún segir frekar hefð fyrir því að dómar séu vægir vegna illrar meðferðar á dýrum, „ég hefði viljað sjá strangari dóm, þó svo að það sé hægt að deila um það," segir Sif.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Hundaníðingur í skilorðsbundið fangelsi - má ekki eiga hund í 5 ár

Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir drekkja hundi á Þingeyri í byrjun desember á síðasta ári. Málið vakti mikla athygli í fjölmiðlum en hundshræið fannst í höfninni í bænum. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa drekkt hundinum. Hann þarf að greiða 100 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og þá er hann einnig sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni í fimm ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.