Stjarnan ræður tvo nýja aðstoðarþjálfara

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk tvo nýja aðstoðarmenn í dag er þeir Jón Þór Hauksson og Veigar Páll Gunnarsson sömdu við félagið til tveggja ára.
Veigar Páll er því kominn aftur heim en hann lauk síðasta tímabili með Víkingi. Hans knattspyrnuferli virðist þar af leiðandi vera lokið.
Jón Þór Hauksson stýrði Skagamönnum í síðustu umferðum Pepsi-deildarinnar síðasta sumar en fékk ekki að halda áfram með liðið. Hann mun einnig gegna starfi yfirþjálfar yngri flokka og vera yfir afreksstarfi félagsins.
Brynjar Björn Gunnarsson og Davíð Snorri Jónasson voru aðstoðarmenn Rúnars síðasta sumar. Brynjar tók við HK og Davíð Snorri er sagður vera á leið til starfa hjá KSÍ þar sem hann mun þjálfa U-17 ára lið karla.
Stjarnan hefur gengið frá samningum við tvo nýja aðstoðarþjálfara í mfl. karla. Þetta eru frábærar fréttir og ljóst að þjálfarateymi liðsins verður fyrna sterkt næstu tímabil!
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) January 9, 2018
Jón Þór Hauksson og Veigar Páll Gunnarsson, verið þið velkomnir!https://t.co/Y4i3CYa9qy pic.twitter.com/sL5VgBdl5C