Fótbolti

Hermann Hreiðars á leið til Indlands

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Hermann Hreiðarsson á hliðarlínunni í leik Fylkis.
Hermann Hreiðarsson á hliðarlínunni í leik Fylkis.

Samkvæmt heimildum mbl.is mun Hermann Hreiðarsson aðstoða David James, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Portsmouth og ÍBV, við þjálfun indverska knattspyrnuliðsins Kerala Blasters.

Lið Kerala Blasters, sem spilar heimaleiki sína á glæsilegum 55 þúsund manna krikketvelli, er sem stendur í 8. sæti Indversku ofurdeildarinnar, með átta stig eftir átta leiki.

Deildin var sett á laggirnar fyrir á tæpum fjórum árum. Í henni leika tíu lið, sem eru flest hver með þekkta erlenda leikmenn í sínum röðum.

Leikmenn á borð við Diego Forlan, Roberto Carlos, Allesandro Del Piero og Robert Pires hafa leikið í indversku ofurdeildinni.

Þá samdi Eiður Smári Guðjohnsen við indverska liðið Pune City árið 2016 en spilaði þó aldrei leik fyrir liðið vegna meiðsla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.