Erlent

Rann út af flugbraut og steyptist niður sjávarhamra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Minnstu mátti muna að mjög illa færi.
Minnstu mátti muna að mjög illa færi. Vísir/AFP

Mildi þykir að enginn hafi slasast þegar farþegaþota rann út af flugbraut flugvallar í Trabzon í Tyrklandi. Minnstu mátti muna að flugvélin rynni út í sjó niður sjávarhamra. BBC greinir frá.

162 farþegar, auk áhafnar, voru um borð í Boeing 737-800 þotu Pegasus-flugfélagsins. Var flugvélin nýlent á flugvellinum í Trabzon við strönd Svartahafsins á leið frá Ankara, höfuðborg Tyrklands.

Svo virðist sem að flugvélin hafi runnið af flugbrautinni og niður sjávarhamra áður en hún stöðvaðist við sjávarmálið.

Fjölmiðlar í Tyrklandi greina frá því að skelfing hafi gripið um sig um borð í flugvélinni á meðan óhappið gerðist en líkt og fyrr segir slasaðist enginn.

Ekki er vitað um hvað olli slysinu en rannsókn á tildrögum slyssins er hafin. Myndband frá vettvangi má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.