FIFA fordæmir Spartak

FIFA hefur fordæmt rússneska félagið Spartak Moskvu eftir að það tísti myndbandi af leikmönnum sínum í æfingaferð í Dubai með niðrandi yfirheiti.
„Þetta tíst frá opinberum aðgangi Spartak ýtir undir fordómana sem eru gegn svörtu fólki í Rússlandi,“ segir í yfirlýsingu frá Kick It Out, herferð enska knattspyrnusambandsins sem miðar að því að útiloka kynþáttafordóma í fótbolta.
Sjá einnig: Spartak í vanda: „Sjáið súkkulaði bráðna“
„Þar sem Heimsmeistaramótið mun fara fram eftir nokkra mánuði þá minnir þetta okkur á að Rússland, sem og fótboltaheimurinn allur, á enn mikið verk fyrir höndum að útrýma kynþáttafordómum.“
Yfirlýsing FIFA var á sömu nótum og sú frá Kick It Out. Alþjóðasambandið sagði þó að ef ætti að refsa félaginu fyrir tístið þá þyrfti sú refsing að koma frá rússneska knattspyrnusambandinu.
„Allir fordómar á vellinum eða utan hans eru óásættanlegir og eiga ekki heima í fótbolta,“ sagði í yfirlýsingu FIFA.