Innlent

Víða ófært vegna veðurs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
vísir/anton brink

Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs.

Á Norðurlandi er víða stormur, ofankoma og skafrenningur og fara hviður sums staðar í 45 m/s norðanlands. Mun það lagast lítið eitt yfir miðjan daginn en versnar síðan aftur þegar lægðarmiðjan kemur til baka að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Gengur á með dimmum éljum í allan dag á Vestfjörðum og suður í Dali og Bröttubrekku og eins yfir Holtavörðuheiði. Um 17-20 m/s og lengst af lítið skyggni. Hefur veginum um Þröskulda á milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar verið lokað vegna veðurs.

Snjóþekja eða krapi er á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi og víðast hvar ofankoma. Ófært er á Kjósarskarði og eins á Krýsuvíkurvegi.

Þæfingsfærð er á köflum á Vesturlandi, m.a. á Bröttubrekku en þungfært á milli Búða og Hellna.

Flestir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og mokstur í biðstöðu vegna veðurs. Þó er fært milli þéttbýlisstaða á norðanverðum fjörðunum og þaðan inn í Djúp.

Hríðarveður er á Norðurlandi, allt austur í Þingeyjarsýslur og víðast snjóþekja eða hálka. Það er mjög hvasst og hviðótt milli Sauðárkróks og Varmahlíðar en ekki síður á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla.

Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og býsna hvasst. Á Austurlandi er sums staðar farið að snjóa. Hálka er meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal og Breiðdalsheiði.

Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður í Öræfi en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan.'

Snjóþekja eða krapi er á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi og víðast hvar ofankoma. Ófært er á Kjósarskarði og eins á Krýsuvíkurvegi.

Þæfingsfærð er á köflum á Vesturlandi, m.a. á Bröttubrekku en þungfært á milli Búða og Hellna.

Flestir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og mokstur í biðstöðu vegna veðurs. Þó er fært milli þéttbýlisstaða á norðanverðum fjörðunum og þaðan inn í Djúp.

Hríðarveður er á Norðurlandi, allt austur í Þingeyjarsýslur og víðast snjóþekja eða hálka. Það er mjög hvasst og hviðótt milli Sauðárkróks og Varmahlíðar en ekki síður á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla. Öxnadalsheiði er lokuð.

Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og býsna hvasst. Á Austurlandi er sums staðar farið að snjóa. Hálka er m.a. á Fjarðarheiði, Fagradal og Breiðdalsheiði.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs og er hún í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra sem og á Norðurlandi eystra.

Búast má við að skyggni gei tímabundið orðið mjög lítið og færð getur spillst á fjallvegum. Eru ferðalangar beðnir um að huga vel að veðri áður en lagt er af stað í ferðalög á þessum svæðum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.