Erlent

Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skilaboðin voru send út í símtæki staðsett á Hawaii.
Skilaboðin voru send út í símtæki staðsett á Hawaii. Vísir/afp

Eldflaugaviðvörunina sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka.

„ELDFLAUGAÁRÁS Á HAWAII YFIRVOFANDI. LEITIÐ SKJÓLS TAFARLAUST. ÞETTA ER EKKI ÆFING,“ voru skilaboðin sem send voru í fjölmörg símtæki og eftir öðrum leiðum til íbúa Hawaii og annarra sem þar voru staddir í gær.

CNN greinir frá því að skelfing hafi gripið um sig víða á eyjaklasanum í Kyrrahafi. Hótelgestir hafi verið drifnir niður í kjallara og íbúar hafi falið sig undir borðum á kaffihúsum.

Fljótlega sendu yfirvöld þó út þau skilaboð að enginn fótur væri fyrir viðvöruninni og að eldflaugaárás væri ekki yfirvofandi.

Nú hefur hins vegar komið í ljós að starfsmaður Almannavarna Hawaii hafi einfaldlega ýtt á vitlausan takka og þannig sent út viðvörunina.

„Mistök voru gerð við vaktaskipti og starfsmaður ýtti á vitlausan takka,“ sagði David Ige, ríkisstjóri Hawaii í samtali við CNN.

Mun hann funda með embættismönnum ríkisins sem og ríkisstjórnar Bandaríkjanna til þess að koma í veg fyrir að slíkt gæti endurtekið sig.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.