Handbolti

Janus Daði: Mér líður vel þegar mikið er undir

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Janus Daði í leiknum gegn Svíum.
Janus Daði í leiknum gegn Svíum. vísir/ernir

Janus Daða Smárason átti mjög sterka innkomu í íslenska liðið á lokamínútunum gegn Svíum þegar spennustigið var í hámarki. Verður gaman að fylgjast með honum gegn Króötum í kvöld.

„Það var frábært að byrja þetta mót svona sterkt og mér fannst við skila hörkuleik. Við getum bætt ofan á það. Það var mikil samstaða í liðinu. Þetta leit ekki alveg nógu vel út í Þýskalandi og mér fannst við sýna alvöru karakter með því að mæta svona til leiks,“ segir Janus Daði en hann kann vel við sig í spennuleikjum.

„Ég kann ágætlega við það. Mér líður vel þegar mikið er undir. Þá nær maður fram því besta. Ég klikkaði reyndar á einu draslskoti en þetta var sterkt hjá okkur að klára þetta.“

Í kvöld verður allt vitlaust í húsinu og íslensku leikmennirnir munu fá að heyra frá æstum stuðningsmönnum Króata.

„Við fengum aðeins að sjá þetta í Serbaleiknum. Það er geðveikt að fá að spila í svona umhverfi. Við verðum að standa saman og njóta þess,“ segir leikstjórnandinn sem væri alveg til í að þagga niður í ellefu þúsund manns.

„Það yrði stund sem maður gleymir seint. Við höfum líka bullandi trú á okkur og teljum okkur geta unnið hvaða lið sem er á góðum degi.“


Tengdar fréttir

Duvnjak úr leik hjá Króötum

Einn sterkasti leikmaður Króata, Domagoj Duvnjak, meiddist í leik liðsins við Serbíu í gærkvöld og er tvísýnt um þáttöku hans í þeim leikjum sem eftir eru á Evrópumótinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.