Handbolti

Þjóðverjar byrjuðu á stórsigri á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kai Häfner í leiknum í dag.
Kai Häfner í leiknum í dag. Vísir/Getty

Þjóðverjar fara frábærlega af stað á EM í handbolta og unnu afar öruggan sigur á Svartfjallalandi í dag, 32-19.

Þýskaland fór illa með strákana okkar í íslenska landsliðinu í tveimur æfingaleikjum um helgina og unnu þægilega sigra. Það sama var uppi á teningnum í dag.

Þeir þýsku voru með átta marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 17-9, og gerðu í raun út um leikinn með því að skora átta mörk í röð og komast tíu mörkum yfir, 13-3, eftir aðeins 21 mínútu. Það reyndist aðeins formsatriði eftir þetta að klára leikinn.

Uwe Gensheimer skoraði níu mörk fyrir þýska liðið og Paul Drux fimm. Skotnýting þýska liðsins var frábær í leiknum eða 76 prósent. Markahæstur hjá Svartfjallalandi var Vladan Lipovina með sjö mörk.

Makedónía og Slóvenía eru einnig í C-riðli og eigast við síðar í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.