Enski boltinn

Stórsigur West Ham í 200. deildarsigri Moyes | Úrslit dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moyes var sigursæll í dag.
David Moyes var sigursæll í dag. Vísir/Getty

West Ham hélt áfram góðu gengi sínu í ensku úrvalsdeildinni í dag, með 4-1 sigri á Huddersfield á útivelli. Þetta var 200. sigur stjórans David Moyes í ensku úrvalsdeildinni.

Hamrarnir skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik og tryggðu sér þar með öruggan sigur. West Ham hefur nú aðeins tapað einum af síðustu átta leikjum og hefur Moyes tekist að koma liðinu upp í ellefta sæti eftir erfiða byrjun á tímabilinu undir stjórn Slaven Bilic, sem var látinn fara.

Moyes komst í sögubækurnar með sigrinum en aðeins þrír stjórar hafa unnið fleiri leiki í sögu deildarinnar - Alex Ferguson, Arsene Wenger og Harry Redknapp.

Huddersfield er eftir tapið aðeins fjórum stigum frá fallsæti.

West Brom vann 2-0 sigur á Brighton, en liðið hafði leikið 20 leiki í röð án sigurs. Jonny Evans og Craig Dawson skoruðu mörk West Brom sem er enn í fallsæti.

Botnlið Swansea náði í stig er liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle á útivelli og þá gerðu Watford og Southampton 2-2 jafntefli.

Úrslit dagsins:

Chelsea - Leicester 0-0

Crystal Palace - Burnley 1-0
1-0 Bakary Sako (21.).

West Brom - Brighton 2-0
1-0 Jonny Evans (4.), 2-0 Craig Dawson (55.).

Newcastle - Swansea 1-1
0-1 Jordan Ayew (60.), 1-1 Joselu (68.).

Huddersfield - West Ham 1-4
0-1 Mark Noble (25.), 1-1 Joe Lolley (40.), 1-2 Marko Arnautovic (46.), 1-3 Manuel Lanzini (56.), 1-4 Manuel Lanzini (61.).

Watford - Southampton 2-2
0-1 James Ward-Prowse (20.), 0-2 James Ward-Prowse (20.), 1-2 Andre Gray (58.), 2-2 Abdoulaye Doucoure (90.).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.