Enski boltinn

Tap hjá Herði │ Reading enn án sigurs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður Björgvin fékk lítið að láta ljós sitt skína í dag
Hörður Björgvin fékk lítið að láta ljós sitt skína í dag vísir/getty

Hörður Björgvin Magnússon kom inn á loka mínútunum í tapi Bristol City fyrir Norwich í ensku Championship deildinni í fótbolta í dag.

Hörður hefur verið viðriðinn byrjunarliðið í síðustu leikjum Bristol en þurfti að sætta sig við sæti á bekknum í dag. Honum var skipt inn á 89. mínútu fyrir Bobby Reid.

Eina mark leiksins skoraði hinn 21 árs gamli James maddison á 79. mínútu og tryggði þar með Norwich sigurinn.

Jón Daði Böðvarsson þurfti að sitja allan leikinn á bekknum þegar Reading gerði markalaust jafntefli við Hull á útivelli.

Þetta var áttundi leikurinn í röð sem Reading fer án sigurs, en liðið er í 18. sæti ensku 1. deildarinnar , fimm stigum frá fallsæti.

Úrslit dagsins:
Cardiff - Sunderland 4-0
Barnsley - Wolves 0-0
Birmingham - Derby 0-3
Brentford - Bolton 2-0
Bristol City - Norwich 0-1
Burton - QPR 1-3
Hull - Reading 0-0
Ipswich - Leeds 1-0
Middlesbrough - Fulham 0-1
Millwall - Preston 1-1Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.