Innlent

Vetrarfærð í kortunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gula viðvörunin gildir til miðnætti á sunnudag.
Gula viðvörunin gildir til miðnætti á sunnudag. Mynd/Veðurstofa Íslands.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er í gildi frá klukkan sex í kvöld til miðnættis á morgun. Búast má við að færð á heiðum spillist.

„Það er búið að ganga á með éljum og skúrum til skiptist í morgun en þetta verður slydda og snjókoma í kvöld og éljagangur í nótt og á morgun,“ segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni í samtali við Vísi.

Á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir talsverðri slyddu eð snjókomu um tíma með takmörkuðu skyggni, þ.a. færð gæti spillst, einkum í efri byggðum og á það einkum við Breiðholt, Norðlingaholt og Grafarholtið.

„Á þessu svæði verða kannski einhverjir sentimetrar af snjó á morgun en ekkert til þess að hafa áhyggjur af,“ segir veðurfræðingur.

Á Suðurlandi og á Faxaflóa má gera ráð fyrir að skyggni á heiðum geti verið mjög lítið og færð þar spillst, svo sem á Hellisheiði og á Mosfellsheðið. Gert er ráð fyrir 15-23 m/s sunnan eða suðvestan vindátt með snjókomu eða éljagangi á þessu svæði.

Veðurhorfur á landinu
Sunnan og suðvestan 10-18 m/s og élja- eða skúahryðjur, en léttskýjað NA-lands. Hvessir seinni partinn, 15-23 og rigning eða slydda á S-verðu landinu í kvöld, en snjókoma í uppsveitum. Hvessir einnig talsvert og snjóar um tíma N-til eftir miðnætti. Hiti 0 til 5 stig.

Snýst í suðvestan 13-23 með éljagangi upp úr miðnætti, fyrst V-lands. Heldur hægari og léttir víða til NA-til á morgun. Vægt frost víðast hvar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðan- og norðvestan 13-20 m/s, hvassast við A-ströndina. Éljagangur, en rofar smám saman til á S-verðu landinu. Frost 1 til 12 stig, minnst syðst.

Á þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Norðlægar áttir og snjókoma eða él á norðanverðu landinu, en úrkomulítið syðra. Áfram kalt í veðri, en minnkandi frost undir helgi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.