Handbolti

Duvnjak úr leik hjá Króötum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Duvnjak skoraði 2 mörk í leiknum í gær
Duvnjak skoraði 2 mörk í leiknum í gær vísir/epa

Einn sterkasti leikmaður Króata, Domagoj Duvnjak, meiddist í leik liðsins við Serbíu í gærkvöld og er tvísýnt um þáttöku hans í þeim leikjum sem eftir eru á Evrópumótinu.

Þremur mínútum fyrir leikslok í gær var Duvnjak borinn af velli og þjálfari Króata, Lino Cervar, sagðist hafa áhyggjur af alvarleika meiðsla hans.

Duvnjak, sem er á mála hjá Alfreð Gíslasyni í Kiel, hefur verið að glíma við meiðsli það sem af er vetri og Alfreð var mótfallinn því að hann tæki yfir höfuð þátt í keppninni.

Næsti leikur Íslands á mótinu er einmitt gegn Króötum, og lítur verkefnið aðeins viðráðanlegar út án Duvnjak í liðinu. Leikurinn fer fram á morgun klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.