Viðskipti innlent

Hæstiréttur staðfestir frávísun skaðabótamáls vegna falls Kaupþings

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ólafur Ólafsson segir í tilkynningu að staðfesting Hæstaréttar á frávísun héraðsdóms sýni að málatilbúnaðurinn hafi verið með öllu tilhæfulaus.
Ólafur Ólafsson segir í tilkynningu að staðfesting Hæstaréttar á frávísun héraðsdóms sýni að málatilbúnaðurinn hafi verið með öllu tilhæfulaus. Vísir/Eyþór

Hæstiréttur staðfesti í gær frávísun skaðabótamáls sem Samtök sparifjáreigenda höfðuðu gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, Ingólfi Helgasyni, Magnúsi Guðmundssyni, Ólafi Ólafssyni og Sigurði Einarssyni.

Samtökin körfðust um 900 milljóna króna vegna tjóns sem talið var að þeir stefndu hefðu valdið Stapa lífeyrissjóði, meðal annars með meintri markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að málsástæður Samtaka sparifjáreigenda um saknæma háttsemi hinna stefndu verulega vanreifaðar og að þær virðist á litlum sem engum gögnum studdar.

Sýni að málatilbúnaðurinn hafi verið tilhæfulaus
Ólafur Ólafsson segir í tilkyningu að staðfesting Hæstaréttar á frávísun héraðsdóms sýni að málatilbúnaðurinn hafi verið með öllu tilhæfulaus.

„Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Samtaka sparifjáreigenda, lét hafa eftir sér þegar niðurstaða héraðsdóms lá fyrir að höfðað yrði nýtt mál kæmist Hæstiréttur að sömu niðurstöðu. Það er vitanlega réttur allra að leita til dómstóla. Hins vegar liggur þegar fyrir að enginn grundvöllur var fyrir ásökunum sem stefnan byggði á. Þá má velta því fyrir sér hversu lengi lögmenn komast upp með að búa sér til vinnu með kaupum á kröfum og málsóknum sem engu skila,” segir Ólafur í tilkynningu

Héraðsdómur Vesturlands vísaði málinu frá dómi án kröfuog úrskurðaði jafnframt að Samtök sparifjáreigenda skyldu greiða fimmmenningunum 800 þúsund krónum hverjum í málskostnað. Hæstiréttur hefur staðfest þann úrskurð og munu Samtök sparifjáreigenda jafnframt greiða fimmmenningunum 350 þúsund til viðbótar í kærumálskostnað.

Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.