Handbolti

Patrekur byrjar EM á tapi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hvít-Rússar reyndust aðeins of stór biti fyrir austurríska liðið
Hvít-Rússar reyndust aðeins of stór biti fyrir austurríska liðið vísir/epa

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu í handbolta byrjuðu Evrópumótið í Króatíu á tapi gegn Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik B-riðils.

Leikurinn var mjög jafn framan af, en Hvít-Rússar voru þó með yfirhöndina og fóru með tveggja stiga forystu í seinni hálfleik, 14-12.

Þeir komu út úr búningsherbergjum með sama svip og fyrri hálfleikur endaði, leikurinn hélt áfram að vera í járnum en Hvít-Rússar skrefinu framar.

Það var tveggja til þriggja marka munur á liðunum út leikinn, en Austurríkismenn náðu sér í sárabótamark undir lokinn og tryggðu eins marks tap, 27-26.

Í liði Hvít-Rússa var Uladzislau Kulesh markahæstur með sjö mörk úr 11 skotum. Hjá Austurríkismönnum var Mykola Bilyk atkvæðamestur með 8 mörk.

Hin liðin í riðlinum, Frakkar og Norðmenn, eigast svo við nú seinna í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.