Lífið

Hversdagsreglur: Valda tvíburar ruglingshættu?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það getur verið erfitt að vera tvíburi.
Það getur verið erfitt að vera tvíburi.

Þriðji þáttur af Hversdagsreglum var á dagskrà í gær en í þáttunum er fjallað um hvernig eigi að leysa úr hversdagslegum ágreiningsefnum og settar reglur í þá veru.

Í þætti gærkvöldsins var fjallað um þann rugling sem getur orðið þegar tvíburar eiga í hlut og hvort þeim beri að láta annað fólk vita af því að þeir séu tvíburar.

Í þætti gærkvöldsins var einnig fjallað um hver aðkoma maka þeirra sem boðið er í samkvæmi að gjöfum eigi að vera og sköpuðust líflegar umræður á Twitter í kjölfar þáttarins.


Tengdar fréttir

Hversdagsreglur: Handaband, knús eða koss á kinn?

Annar þáttur af Hversdagsreglum fór í loftið í gær en í þessum skemmtilegu þáttum, sem eru sýndir öll fimmtudagskvöld á Stöð 2, er fjallað um þau fjölmörgu álitaefni sem við stöndum frammi fyrir daglega og lög og reglugerðir leysa ekki fyrir okkur.

Hver eignast áfengið sem verður eftir í partýi?

Hversdagsreglur er nýr sjónvarpsþáttur sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi en í þáttunum eru settar reglur um flókin álitaefni sem koma ítrekað upp í samskiptum fólks og ekki er alveg augljóst hvernig leysa skuli úr.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.