Markalaust á Brúnni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andreas Christensen og Jamie Vardy í baráttunni í dag
Andreas Christensen og Jamie Vardy í baráttunni í dag Vísir/Getty

Chelsea mistókst að taka annað sætið af Manchester United þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Leicester á Stamford Bridge í dag.

Gestirnir í Leicester urðu einum manni færri á 68. mínútu þegar Ben Chilwell fékk sitt annað gula spjald á fimm mínútna kafla og var rekinn í sturtu. Þrátt fyrir það náðu Englandsmeistararnir ekki að knýja fram sigurmark.

Þrátt fyrir að leikurinn hafi verið markalaus var nóg um atvik, Chelsea átti 17 marktilraunir og Leicester 14. Heimamenn voru þó mun markvissari í sínum aðgerðum með 7 af sínum tilraunum á rammann á meðan aðeins eitt skot Leicester fór á markrammann.

Þessi úrslit hafa engin áhrif á stöðu liðanna í deildinni, Chelsea er enn í þriðja sæti og Leicester enn í því áttunda.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.