Bið Burnley lengist enn

skrifar
Sakho fagnar sigurmarki sínu gegn Burnley í dag.
Sakho fagnar sigurmarki sínu gegn Burnley í dag. Vísir / Getty

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn þegar Burnley tapaði fyrir Crystal Palace á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag, 1-0.

Bakary Sako skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu eftir sendingu Christian Benteke. Sako átti þó heilmikið verk óunnið þegar hann fékk boltann og skoraði úr þröngu færi.

Palace komst nálægt því að skora öðru sinni snemma í síðari hálfleik en Ben Mee náði að bjarga á marklínu.

Burnley hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og spilað sex deildarleiki í röð án þess að vinna. Síðasti sigurleikur liðsins kom gegn Stoke þann 12. desember.

Burnley er í sjöunda sæti ensku deildarinnar með 34 stig en liðið hefur aðeins fengið þrjú af síðustu átján mögulegum.

Crystal Palace, undir stjórn Roy Hodgson, vann hins vegar sinn annan sigur í röð og er í tólfta sæti með 25 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.