Bílar

Lexus frumsýnir NX300h og CT200h

Finnur Thorlacius skrifar
Lexus NX300h er djarflega og frumlega teiknaður bíll sem vekur eftirtekt hvar sem hann fer.
Lexus NX300h er djarflega og frumlega teiknaður bíll sem vekur eftirtekt hvar sem hann fer.

Á morgun, laugardaginn 13. janúar kl. 12 - 16 verður boðið til tvöfaldrar frumsýningar hjá Lexus í Kauptúni. Árið byrjar vel hjá Lexus því tveir nýir bílar verða frumsýndir. Þetta eru NX300h, fjórhjóladrifinn sportjeppi sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir djarfa hönnun og CT 200h, sem er lipur og eyðslugrannur bogarbíll.

Einnig má sjá aðra bíla úr Lexus-línunni, sportjeppann RX og fólksbílinn IS. Þetta er því tilvalið tækifæri til að sjá og reynsluaka því nýjasta sem Lexus hefur að bjóða.

Lexus CT200h.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.