Fótbolti

Roberto Firmino: Ætlum að láta leikmenn Porto þjást í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Firmino á blaðamannafundinum.
Roberto Firmino á blaðamannafundinum. Vísir/Getty

Roberto Firmino, framherji Liverpool, hefur komið að níu mörkum í sex leikjum Meistaradeildarinnar í vetur og hann verður í sviðsljóinu í kvöld í fyrri leik Liverpool á móti Porto í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar.

Liverpool skoraði tuttugu mörk í síðustu fjórum leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og í þessum fjórum leikjum var Firmino með 5 mörk og 3 stoðsendingar.

„Ég veit ekki hvort Porto menn verða hræddir við okkur en við ætlum að gera lífið erfitt fyrir þá og láta þá þjáðst,“ sagði Roberto Firmino á blaðamannafundi fyrir leikinn.  Sky Sports segir frá.

Leikurinn fer fram á Estádio do Dragao eða Drekaleikvanginum í Porto.Þetta verður fyrsti Meistaradeildarleikur Liverpool eftir að félagið seldi Philippe Coutinho til Barcelona.

„Coutinho er frábær leikmaður og það að hann sé farinn hefur sett meiri ábyrgð á okkur hina í liðinu. Það er okkar að vinna með þessa meiri ábyrgð og mér finnst við hafa gert það hingað til,“ sagði Firmino.

Firmino og Mohamed Salah hafa náð vel saman og lögðu báðir upp mark fyrir hvorn annan í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.„Ég ætla að gera það sem ég get til að hjálpa Salah að skora mörk og að hjálpa mínu liði. Ég vil líka hjálp mér sjálfum að eiga gott tímabil,“ sagði Firmino.

Leikur Porto og Liverpool fer fram á heimavelli Porto og hefst útsendingin á Stöð 2 Sport klukkan 19.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.