Fótbolti

Sjáðu sögulegt mark Kane í endurkomu Tottenham og rústið hjá City

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harry Kane skoraði sögulegt mark í gærkvöldi.
Harry Kane skoraði sögulegt mark í gærkvöldi. vísir/getty

Tottenham er í fínum málum í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir endurkomu á Juventus-vellinum í gærkvöldi þar sem liðið lenti 2-0 undir eftir átta mínútur.

Harry Kane minnkaði muninn fyrir gestina á 35. mínútu en þetta var níunda mark enska markahróksins í Meistaradeildinni. Hann heldur áfram að setja ný viðmið í markaskorun.

Staðreyndin er sú að enginn í sögu Meistaradeildarinnar hefur skorað fleiri mörk í fyrstu níu leikjum sínum í Meistaradeildinni en Harry Kane.

Hann komst upp fyrir nokkra góða í gærkvöldi en fjórir leikmenn skoruðu átta mörk í fyrstu níu Meistaradeildarleikjum sínum; Diego Costa, Didier Drogba, Simone Inzaghi og sjálfur Ronaldinho

Christian Eriksen jafnaði metin fyrir Tottenham á 71. mínútu en í hinum leik gærkvöldsins pakkaði Manchester City Basel saman á útivelli, 4-0.

Öll mörk gærkvöldsins og allt það helsta úr leikjunum má finna hér að neðan.

Juventus - Tottenham 2-2

Basel - Man. City 0-4


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.