Viðskipti erlent

Krefjast þess að ESB rannsaki kaup Apple

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
VÍSIR/GETTY

Ísland var eitt sjö ríkja sem kröfðust þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tæki kaup tæknirisans Apple á breska smáforritinu Shazam til sérstakrar skoðunar. Krafan var gerð á grundvelli evrópskrar samrunareglugerðar.

Framkvæmdastjórnin segist í tilkynningu hafa ákveðnar áhyggjur af því að kaupin geti haft skaðleg áhrif á samkeppni. Því hafi hún ákveðið, að kröfu nokkurra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu, að rannsaka þau sérstaklega.

Apple tilkynnti um kaupin í desember síðastliðnum. Er kaupverðið um 400 milljónir dala sem jafngildir ríflega 40 milljörðum króna. Forrit Shazam gerir fólki kleift að nota farsím­ann til að bera kennsl á tónlist með því að greina stutt hljóðbrot.

Austurrísk stjórnvöld voru þau fyrstu til að óska eftir því að evrópsk samkeppnisyfirvöld rannsökuðu kaupin en í kjölfarið bættust sex ríki í þann hóp, þar á meðal Ísland.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.