Viðskipti erlent

Tchenguiz í mál gegn Hilton

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Vincent Tchenguiz
Vincent Tchenguiz VÍSIR/DANÍEL

Breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz hyggst höfða dómsmál á hendur hótelkeðjunni Hilton en hann sakar stjórnendur keðjunnar um að reyna að koma í veg fyrir sölu hans á tíu Hilton hótelum í Bretlandi.

Tchenguiz setti umrædd hótel, þar á meðal 603 herbergja Kensington-hótelið í Lundúnum, á sölu á síðasta ári og var verðmiðinn um 600 milljónir punda. Ekki tókst hins vegar að selja hótelin og gripu lánveitendur þeirra í kjölfarið til þess ráðs að fara fram á greiðslustöðvun.

Kaupsýslumaðurinn telur að hótelkeðjan og tveir vogunarsjóðir hafi beitt sér í sameiningu gegn því að hótelin yrðu seld og þvingað auk þess fram greiðslustöðvun. Ætlun þeirra hafi síðan verið að kaupa hótelin á hrakvirði.

Tchenguiz keypti hótelin af Hilton keðjunni árið 2006. Keðjan sér þó um rekstur þeirra til ársins 2029.

Eins og kunnugt er náði Tchenguiz sátt við Kaupþing í október á síðasta ári sem fól í sér að málsókn hans á hendur Kaupþingi var dregin til baka. Tchenguiz hafði áður krafist þess að Kaupþing greiddi honum 2,2 milljarða punda í skaðabætur.


Tengdar fréttir

Tchenguiz selur Hilton-hótel

Breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz hyggst selja tíu Hilton-hótel í Bretlandi fyrir allt að 600 milljónir punda eða um 81 milljarð íslenskra króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.