Innlent

Langafasta handan við hornið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þessir herramenn gæddu sér á saltkjöti og baunasúpu í Múlakaffi í dag.
Þessir herramenn gæddu sér á saltkjöti og baunasúpu í Múlakaffi í dag. vísir/hanna

Sprengidagur er í dag sem þýðir að langafasta er handan við hornið. Langafasta, eða sjöviknafasta, hefst venju samkvæmt á morgun, öskudag.  Sprengidagurinn er því seinasti dagurinn fyrir lönguföstu og eins og flestir kannast við þá er það góður íslenskur siður að fá sér saltkjöt og baunasúpu á þessum degi.

Ljósmyndari Vísis leit við í Melabúðinni og á veitingastaðnum Múlakaffi um hádegisbil í dag þar sem margt var um manninn enda hefur verið boðið upp á saltkjöt og baunasúpu á sprengidegi í Múlakaffi í áratugi. Var vel látið að saltkjötinu sem var í boði í dagi. Þá var einnig mikið að gera í saltkjötinu í Melabúðinni og víst að margir munu bjóða upp á þessa sígildu máltíð í kvöld.

Um lönguföstu segir svo á Vísindavef Háskóla Íslands:

„Langafasta hefst samkvæmt venju á miðvikudegi í sjöundu viku fyrir páska, það er að segja á öskudag, sem getur verið á bilinu frá 4. febrúar til 10. mars. Nafnið á rætur í því að í kaþólskum sið var ösku dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta þennan dag. Aska hefur löngum verið tákn hins óverðuga, eins og víða má sjá í Biblíunni og nægir þar að vitna í Mósebók: „Æ, ég hef dirfst að tala við Drottin, þótt ég sé duft eitt og aska.“ Í augum margra kristinna eru þetta sjö helgustu vikur ársins.“

Smári B. Ólafsson var sáttur við saltkjötið sem boðið var upp á í Múlakaffi. Vísir/Hanna
Starfsmaður Melabúðarinnar segir nóg hafa verið að gera í saltkjötinu í dag. vísir/hanna
Gunnar Guðlaugsson fannst saltkjötið í Múlakaffi bragðast bara nokkuð vel. vísir/hanna
Sprengidagur er síðasti dagurinn fyrir lönguföstu sem hefst á morgun. vísir/hanna


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.