Sport

Fylgjendur hennar meira en tífölduðust á nokkrum klukkutímum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chloe Kim með Ólympíugullið sitt.
Chloe Kim með Ólympíugullið sitt. Vísir/Getty

Chloe Kim er ekki lengur bara efni í stórstjörnu því þessi sautján ára stelpa er þegar orðin ein af stærstu íþróttastjörnum heims eftir að hafa unnið Ólympíugullið í snjóbrettafimi í nótt.

Henni hefur verið líkt við hinn magnaða Shaun White og það var aðeins aldurinn sem kom í veg fyrir að hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. Nú er hún hinsvegar mætt og þegar búin að skrifa söguna sem yngsti gullverðlaunahafi kvenna á snjóbrettum.

Chloe Kim er ekki aðeins skemmtilegur og afslappaður karakter heldur er hún einnig í sérflokki í sinni íþrótt og hún sýndi það heldur betur með yfirburðarsigri í hálfpípunni.

Léttleikinn og gleðin er ávallt til staðar hjá þessari viðkunnalegu og glæsilegu íþróttakonu enda vinnur hún hug og hjörtu allra þar sem hún kemur.

Vinsældir hennar tóku líka gríðarlegt stökk eftir sigur hennar í nótt. Það sést sem dæmi að hún tífaldaði fjölda fylgjenda sinn á Twitter á aðeins nokkrum klukktímum. Þeir fóru úr 15 þúsund í 150 þúsund en voru bara tíu þúsund fyrir leika. Síðast þegar undirritaður athugaði Twitter reikning Chloe Kim þá voru fylgjendurnir orðnir 168 þúsund og fjölgar nú með hverri mínútunni sem líður.

NBC er með sjónvarpsréttinn á Ólympíuleikjunum í Bandaríkjunum og þar á bæ veðjuðu menn á Chloe Kim fyrir leikana. Það var ekki að ástæðulausu. 


Meðal annars var sett saman þetta myndband hér að ofan þar sem umfjöllunnarefnið er samband hennar og föður hennar sem fórnaði öllu svo stelpan gæti upplifað draum sinn á snjóbrettinu.

Chloe Kim Vísir/Getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.