Lífið

Tvenna með tónlist úr smiðju Jóhanns

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann Jóhannsson er látinn, 48 ára að aldri.
Jóhann Jóhannsson er látinn, 48 ára að aldri. Vísir/Getty

Annað kvöld verða sýndar stórmyndirnar Arrival og Sicario á Stöð 2 Bíó í minningu Jóhanns Jóhannssonar tónskálds sem lést síðastliðinn föstudag.  Jóhann fannst látinn á heimili sínu í Berlín en hann var aðeins 48 ára.

Jóhann hafði skapað sér nafn sem eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari ára. Hlaut hann Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything auk þess sem að hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna, Bafta og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina.

Árið 2015 var hann einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í myndinni Sicario. Árið 2016 var hann tilnefndur til Bafta og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í myndinni The Arrival.

Arrival verður á dagskrá Stöðvar 2 Bíó klukkan 21 og í kjölfarið hefst Sicario klukkan 22:50. Hér að neðan má hlusta á spilunarlista á Spotify sem fór í loftið eftir að Jóhann lést. Þar eru að finna helstu tónlistarverk Jóhanns á hans ferli.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.