Fótbolti

Guardiola talar niður væntingarnar til Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guardiola tekur eitt skref í einu.
Guardiola tekur eitt skref í einu. vísir/getty

Man. City er á ferðinni í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið spilar fyrri leik sinn gegn Basel. Leikurinn er í Sviss.

Man. City hefur ótrúlega yfirburði í ensku úrvalsdeildinni og flugið á liðinu hefur gert það að verkum að væntingarnar í Meistaradeildinni eru einnig orðnar miklar.

City féll úr leik í 16-liða úrslitunum gegn Monaco í fyrra og Pep Guardiola, stjóri City, gerir allt hvað hann getur til að stilla væntingum í hóf.

„Ég veit ekki hvort við erum tilbúnir til þess að fara langt í keppninni. Hún er sérstök. Okkar markmið er að gera betur en í fyrra og það þýðir að komast í átta liða úrslit. Við ætlum að byrja á því markmiði,“ sagði Guardiola.

„Við erum að standa okkur betur en í fyrra. Það er ekki hægt að neita því. Þessi keppni er bara svo sérstök. Hér er liðum refsað grimmilega og öll mistök geta verið afar dýrkeypt.“

Leikurinn hefst 19.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.