Enski boltinn

Maðurinn sem skorar og skorar en fær aldrei nein verðlaun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Aguero hafði ástæðu til að brosa eftir leikinn á móti Leicester.
Sergio Aguero hafði ástæðu til að brosa eftir leikinn á móti Leicester. Vísir/Getty

Sergio Aguero fór á kostum með toppliði Manchester City um helgina og skoraði fjögur mörk í stórsigri á Leicester City.

Aguero bætti þar með enn frábæra tölfræði sína enginn leikmaður hefur skorað örar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Sergio Aguero er nú kominn með 21 mark í 22 deildarleikjum á tímabilinu þar af átta mörk í síðustu fjórum leikjum sínum.

Agüero hefur verið hjá Manchester City frá 2011 og er á góðri leið með að vinna þriðja enska meistaratitilinn með félaginu. Hann þegar orðinn markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.

Tölfræðingar á MCFCstat síðunni sýndu hinsveggar fram á magnaða staðreynd eftir fernu Argentínumannsins um helgina.

Sergio Aguero er búinn að skora 143 mörk í 203 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og á fimm tuttugu marka tímabil en hann hefur aldrei fengið nein verðlaun.

MCFCstat síðan tók saman þá leikmenn sem hafa skorað örast í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og tók um leið saman hvaða verðlaun viðkomandi leikmenn hafa fengið. Listinn þeirra er hér fyrir neðan.
Það eru öskrandi eyður í línunni hans Sergio Aguero sem er samt efstur á listanum með mark á 106 mínútna fresti.

Hann hefur sem dæmi aldrei verið kosinn í lið ársins og þar af leiðandi hefur hann aldrei verið kosinn bestur. Þar eru mörg verðlaun en engin þeirra hafa ratað til Argentínumannsins.

Aðrir í sömu stöðu á topp fimmtán listanum eru menn eins og Edin Dzeko (7. sæti), Ole Gunnar Solskjær (11. sæti), Oliver Giroud (13. sæti) og Jimmy Floyd Hasselbaink (15. sæti).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.