Viðskipti innlent

Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Innkaupakerran gegnir mikilvægu hlutverki í samkeppni verslana við netið. Nýjasta viðbótin er persónuleg innkaupakerra sem aðstoðar kúnnann við að finna hráefni, greinir þarfir og lætur vita af tilboðum. Þetta kemur fram í rannsókn prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík sem skrásetur hegðun og mælir atferli fólks í verslunum.

Valdimar Sigurðsson prófessor í markaðs- og neytendasálfræði við HR vinnur að rannsóknum ásamt kollegum sínum í Noregi á hvernig fólk hegðar sér í verslunum, og til þess hafa verið hengdar upp myndavélar í verslunum í Noregi þar sem fylgst er með kúnnanum frá byrjun verslunarferðar til enda.

„Sjáum allt sem hann gerir, hvert hann fer, hvert hann fer ekki, hvort hann horfir á ákveðnar hillur eða vörur, tekur vöru, setur hana ofan í kerruna og skilar henni aftur og svo framvegis,“ segir Valdimar.

Rannsóknin er gerð til að kortleggja hegðun neytenda og bæta þjónustuna í samkeppni við netverslun.

„Það þarf núna að læra meira um okkur, svipað og netið gerir, og bregðast við og gefa okkur betri upplifun. Það þýðir ekki að láta okkur bíða í biðröð, ganga um heilu gangana þar sem er ekkert að sjá heldur fá beint í æð það sem við þurfum að fá. Rétti neytandinn á rétta staðnum á réttum tíma.“

Eitt af því sem rannsóknin leiddi í ljós var að viðskiptavinurinn nái sér í innkaupakerru í stað þess að halda á öllum vörunum og að kerran sé þægileg og aðgengileg.

Kúnni sem tekur innkaupakerru er nefnilega mun líklegri til að kaupa meira en aðrir og Valdimar segir innkaupakerruna eiga eftir að vera enn mikilvægari í nánustu framtíð þegar þær verða snjöll tæki með stafrænum skjáum.

„Þær verða sjálfkeyrandi með skjáum sem hjálpa okkur að versla. Hjálpa okkur að finna vörur, hvað er á tilboði, vita hvað fer saman í uppskriftir og svo framvegis.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.