Lífið

Íslandi spáð hraksmánarlegri útreið í Eurovision

Jakob Bjarnar skrifar
Ari Ólafsson á sviði í úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll í kvöld.
Ari Ólafsson á sviði í úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll í kvöld. RÚV

Íslenskir Eurovision-aðdáendur eru hugsanlega að vakna upp við vondan draum. Our Choice með hinum afar geðþekka Ara Ólafssyni, framlag okkar til söngvakeppninnar einu sönnu, er ekki hátt skrifað í veðbönkum.

RÚV, sem stendur að og heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni, sem fram fer í Portúgal 8. til 12. maí, greinir frá þessu nú í morgun. Jóhann Hlíðar fréttamaður reynir þó að hugga lesendur sína með því að benda á að rétt sé að taka fram að „líkur veðbanka geta tekið stórfelldum breytingum á þeim tæpu tveimur mánuðum sem eru til keppninnar“.

Felix Bergsson er yfirmaður Eurovisionmála Ríkisútvarpsins en nú stefnir því miður í að íslenski hópurinn sé að fara sneypuför til Portúgal. visir/heiða

En, á Eurovisionworld.com er saman dregið hvaða líkur liggja til grundvallar 14 veðbönkum, sé litið til hvers lands um sig og samanlagt er Ísland í 43. og neðsta sæti keppninnar. Af þessum 14 veðbönkum eru 11 sem setja Ara okkar Ólafsson og Our Choice í neðsta sæti. Ísrael, sem oft hefur vegnað vel í þessari keppni, er með sterkt framlag að mati sérfróðra veðbankamanna og er þeim spáð sigri nú með lagi sem heitir Toy í flutningi Netta Barzilai.

„Eistland og Tékkland koma svo í 2. og 3. sæti. Af lögum Norðurlanda stendur það sænska best að vígi, það er í 7. sæti.,“ segir í frétt RÚV.

Vísir reyndi að ná tali af Felix Bergssyni, sem er yfirmaður Eurovision-mála hjá Ríkisútvarpinu, til að bera undir hann þessa skelfilegu stöðu en án árangurs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.