Viðskipti innlent

Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi

Samúel Karl Ólason skrifar
Ingimar Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Origo.
Ingimar Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Origo.

Sprenging hefur orðið í innleiðingu á kerfi fyrir jafnlaunavottun hjá fyrirtækjum. Ingimar Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Origo segir í tilkynningu að fjölmörg fyrirtæki séu farin að taka við sér og hann búist við enn meiri áhuga á næstu vikum.

Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. Í lögunum er tilgreint hvenær stofnanir og fyrirtæki skuli hafa öðlast vottun á jafnlaunakerfi og framkvæmd þess, eða staðfestingu eftir atvikum og munar þar nokkru á tímafresti eftir starfsmannafjölda, segir á vef stjórnarráðs Íslands. Í lögunum er jafnframt tilgreint hvenær stofnanir og fyrirtæki skuli hafa öðlast vottun á jafnlaunakerfi í samræmi við jafnlaunastaðalinn.

Ingimar segir að frá því að jafnlaunavottun var bætt inn í Kjarna, mannauðs- og launalausn frá Origo, hafi boltinn fljótt tekið að rúlla og viðskiptavinir séu áhugasamir um að nota Kjarna til þess að einfalda vinnuna.

„Nú er hægt á einfaldan hátt að verðmeta störf eftir ábyrgð, hæfnikröfum, menntun eða reynslu og taka út jafnlaunagreiningu með slíkri flokkun. Við finnum fyrir verulegum áhuga enda ljóst að íslensk fyrirtæki vilja vera leiðandi þegar kemur að jöfnum rétti kynjanna.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,74
1
17.550
ICEAIR
1,68
13
131.955
ORIGO
0,97
1
303
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836