Fótbolti

Þjálfari Napoli með karlrembustæla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sarri var með óþarfa stæla.
Sarri var með óþarfa stæla. vísir/getty

Karlkyns íþróttafréttamenn á Ítalíu tóku upp hanskann fyrir kvenkyns kollega sinn er þjálfari Napoli var með stæla við konuna.

Napoli er að missa af lestinni í baráttunni um ítalska meistaratitillinn og þjálfari liðsins, Maurizio Sarri, tók því ekki vel er kona spurði hann út í titilbaráttuna.

„Þú ert kona og því ætla ég ekki að segja þér að fokka þér,“ sagði Sarri en karlarnir í blaðamannafundarherberginu skömmuðu hann fyrir karlrembu.

Umboðsmaður Sarri hefur verið að reyna að gera gott úr málinu og sagði að skjólstæðingur sinn hefði bara verið að grínast. Alltaf léttir kallarnir á Ítalíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.