Lífið

Fyndin tilviljun í Keflavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi ferðamaður var sáttur við auglýsingu 66 gráður norður.
Þessi ferðamaður var sáttur við auglýsingu 66 gráður norður.

Nokkrar milljónir fara í gegnum Keflavíkurflugvöll á ári hverju og eru því þó nokkuð margar auglýsingar á flugvellinum.

Ein slík er frá fatafyrirtækinu 66 gráður norður og má þar sjá skeggjaðan karlmann í gulum jakka og með húfu.

Einn notandi Reddit bendir á þá skemmtilegu tilviljun að hann mætti nánast alveg eins klæddur á Leifsstöð og fangaði auðvitað líkindin á mynd.

Hér má sjá umræðuna á Reddit.

Þeir eru flottir saman.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.