Sport

Keenum á leið til Denver

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keenum var ótrúlegur hjá Vikings og „Minnesota Miracle“ gegn New Orleans Saints mun aldrei gleymast. Hann fagnar hér eftir þann ótrúlega leik.
Keenum var ótrúlegur hjá Vikings og „Minnesota Miracle“ gegn New Orleans Saints mun aldrei gleymast. Hann fagnar hér eftir þann ótrúlega leik. vísir/getty

Aðalstjarna Minnesota Vikings á síðasta tímabili, leikstjórnandinn Case Keenum, er á förum frá félaginu.

Hann er sagður ætla að semja við Denver Broncos er félagaskiptaglugginn opnar á morgun. Frammistaða hans á síðasta tímabili var stórkostleg og fór langt fram úr þeim væntingum sem til hans voru gerðar.

Staða hans hjá Vikings hefur aftur á móti verið í óvissu síðustu vikur þar sem Vikings er sagt vera á höttunum eftir Kirk Cousins sem var látinn fara frá Washington Redskins á dögunum.

Svo er Vikings líka með Teddy Bridgewater og Sam Bradford á leikstjórnandalista sínum. Hver myndi vera aðalleikstjórnandi var því í óvissu en Denver vill lofa honum öruggu sæti sem aðalmaðurinn hjá Broncos.

Denver gat ekkert síðasta vetur og vann aðeins fimm leiki. Versti árangur liðsins frá 2010. Aðalástæðan fyrir lélegu gengi liðsins var sú að leikstjórnendur liðsins gátu ekkert. Keenum á að kippa því í liðinn.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.