Innlent

Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sveinn Gestur Tryggvason í héraðsdómi Reykjavíkur við þingfestingu málsins.
Sveinn Gestur Tryggvason í héraðsdómi Reykjavíkur við þingfestingu málsins. Vísir

Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 

Morgunblaðið segir að atvikið megi rekja til þess að Sveinn áfrýjaði dómi sínum til Landsréttar og situr hann í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í hinu nýja dómstigi. Varðhaldið yfir honum rann hins vegar út klukkan 16 í gær og að „svo virðist sem það hafi farist fyrir að fara fram á áfram­haldandi varðhald í tæka tíð,“ eins og það er orðað.

Sjá einnig: Verjandi Sveins Gests: Þessu verður áfrýjað

Því hafi Sveinn gengið út úr fangelsinu á Hólmsheiði seinni partinn í gær en ekki komist langt. Hann hafi einfaldlega gengið beint inn í hóp lögreglumanna sem stóðu á bílastæðinu. Þeir handtóku Svein og fluttu hann beint í héraðsdóm þar sem gæsluvarðhaldið yfir honum var framlengt.

Sveinn Gestur hefur ætíð neitað því að hafa ráðist á Arnar að fyrra bragði. Vitni lýsa þó harkalegri atlögu Sveins að Arnari og þótti Héraðsdómi Reykjavíkur sannað að Sveinn Gestur settist klofvega ofan á Arnar sem lá á maganum á jörðinni og hélt báum höndum hans fyrir aftan bak. Það þykir jafnframt sannað að hann tók Arnar hálstaki og sló hann ítrekað í andlit og höfuð með krepptum hnefa á meðan hann hélt honum niðri.

Sveinn Gestur var sem fyrr segir dæmdur í sex ára fangelsi og auki gert að greiða alls um 12,9 milljónir króna í sakarskostnað, málsvarnarlaun, réttargæslu og útfararkostnað.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.