Lífið

Ronaldo segir Íslandsdvölina „magnaða“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Parið nýtur lífsins á Íslandi.
Parið nýtur lífsins á Íslandi. Instagram/Cristiano Ronaldo

Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo birti fyrstu mynd af Íslandsdvöl sinni í kvöld en hann er staddur hér á landi ásamt Georginu Rodriguez, kærustu sinni.

Á myndinni, sem Ronaldo birti á Instagram-reikningi sínum, sjást skötuhjúin í faðmlögum í heitum potti með snævi þakin fjöll í bakgrunni. „Magnaður dagur,“ skrifar Ronaldo við myndina en greinilegt er að parið nýtur lífsins á ferðalaginu.

Þá birti Rodriguez enn eina mynd frá Íslandsdvölinni á Instagram-reikningi sínum en þar má sjá parið í þyrlu. Þeim virðist hafa líkað flugferðin vel en Ronaldo er með báða þumla á lofti á myndinni. Rodriguez hefur verið iðin við myndbirtingar á Instagram í dag en parið hefur m.a. skellt sér á vélsleða og fengið sér kaffi í kuldanum.

Óvíst er hvenær skötuhjúin komu hingað til lands eða hversu lengu þau muni dvelja, en næsti leikur Real Madrid, félagsliðs Ronaldo er gegn Girona á sunnudaginn.

Amazing day

A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.