Innlent

Ók ölvaður og próflaus á grindverk og flúði lögreglu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ökumaðurinn var ölvaður, próflaus og hafði tekið bifreiðina ófrjálsri hendi.
Ökumaðurinn var ölvaður, próflaus og hafði tekið bifreiðina ófrjálsri hendi. Vísir/GVA

Lögreglumenn á Suðurnesjum hlupu í nótt uppi ökumann sem hafði ekið á grindverk en maðurinn var grunaður um ölvunarakstur, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Í tilkynningu kemur fram að ökumaðurinn hafði tekið bifreiðina sem hann ók ófrjálsri hendi. Hann komst þó ekki langt á stolna bílnum en hann ók á grindverk skammt frá.

Þegar maðurinn sá svo lögreglumenn nálgast tók hann til fótanna. Þá sinnti hann ekki tilmælum um að nema staðar og var þá hlaupinn uppi, settur í handjárn og farið með hann á lögreglustöð. Þar kom í ljós að maðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi og viðurkenndi auk þess áfengisneyslu.

Fjarlægja þurfti bifreiðina með dráttarbifreið og urðu talsverðar skemmdir á grindverkinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.