Viðskipti innlent

Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fundurinn fer fram í Hörpu.
Fundurinn fer fram í Hörpu. vísir/eyþór

Framfarir í hundrað ár er yfirskrift Ársfundar atvinnulífsins 2018 en á árinu fagna landsmenn því að heil öld er frá því Ísland varð frjálst og fullvalda ríki þann 1. desember 1918. Á hundrað árum hefur öflugt íslenskt atvinnulíf lagt grunn að góðum lífskjörum hér á landi eins og segir í tilkynningu frá SA.

Fundurinn fer fram í Hörpu og hefst klukkan 14. Klukkustund fyrr hefst streymi úr Hörpu þar sem gestir og gangandi verða teknir tali. Fundinum er streymt á vef Samtaka atvinnulífsins og sömuleiðis hér á Vísi. Fundurinn stendur til 15:30.

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir ávarpa fundinn ásamt dr. Eamonn Butler framkvæmdastjóra, Adam Smith-stofnunarinnar í London. Boðið verður upp á tímaflakk á fundinum en hópur stjórnenda fer í skemmtilegt ferðalag um söguna, það sem hefur áunnist á hundrað árum og framtíðina.

Þátt taka Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, Orri Hauksson, forstjóri Símans, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Anna Svava Knútsdóttir, eigandi ísbúðarinnar Valdísar ásamt Stefáni Pálssyni sagnfræðingi.

Halldór Baldursson teiknar skopmynd morgundagsins á staðnum en fundinum stýrir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.

iframe:


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,81
198
784.213
LEQ
2,14
1
30.895
MARL
1,32
52
2.099.147
GRND
0,68
4
50.110

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-4,61
16
129.608
EIK
-4,38
18
137.437
SYN
-3,62
8
59.963
REITIR
-3,17
14
257.743
ARION
-3,15
16
125.451
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.