Viðskipti innlent

Kveikt á fyrsta ofninum á Bakka í vikunni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Talsvert er síðan hráefni til framleiðslu tók að berast á Bakka
Talsvert er síðan hráefni til framleiðslu tók að berast á Bakka Vísir/Jói K

Stjórnendur kísilvers PCC á Bakka við Húsavík segja að uppsetning versins miði vel áfram. Ætla má að ofn 1, sem kallaður er Birta, verði gangsettur um miðja vikuna.

Á vef PCC segir að byrjað verði „mjög rólega,“ eins og það er orðað og ofninn svo „keyrður upp hægt og stöðugt í nokkra daga án hráefna til að baka fóðringu ofnsins.“

Eftir það verði byrjað að bæta hráefnum í ofninn. Reikna má með að rúm vika líði frá því að byrjað er að hita ofninn þar til fyrsta kísilmálminum verður tappað af honum.

Sjá einnig: Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu

„PCC BakkiSilicon leggur mikla áherslu á að umhverfismál séu í lagi og ónæði af uppkeyrslu kísilversins verði sem allra minnst fyrir nærsamfélagið,“ segir á vef PCC og bætt við að reykhreinsivirki versins verði tekið strax í notkun, ólíkt því sem kom fram á opnum fundi á Húsavík í lok janúar. Það verði vonandi, að sögn PCC, til þess að minnka umhverfisáhrif af uppkeyrslunni.

Endanleg dagsetning gangsetningar kísilversins liggur ekki fyrir á þessari stundu.


Tengdar fréttir

Hagfræðidoktor meðal verkamanna á Húsavík

Gangsetning PCC á Bakka frestast enn. Þjóðerni starfsmannanna eru hátt á annan tug og menntunarstigið fjölbreytt. Meðal verkamanna eru doktor í hagfræði, hjúkrunarfræðingur, meistari í efnafræði og meistari í enskum bókmenntum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,81
198
784.213
LEQ
2,14
1
30.895
MARL
1,32
52
2.099.147
GRND
0,68
4
50.110

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-4,61
16
129.608
EIK
-4,38
18
137.437
SYN
-3,62
8
59.963
REITIR
-3,17
14
257.743
ARION
-3,15
16
125.451
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.