Lífið

Krónprins með almúganum á Pablo Discobar

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Friðrik krónprins Dana.
Friðrik krónprins Dana.

Friðrik, krónprins Dana, var staddur í Reykjavík um helgina og skemmti sér, að því er virtist, konunglega í höfuðborginni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom hann ásamt fríðu föruneyti á skemmtistaðinn Pablo Discobar. Þar var krónprinsinn á gestalista en hann afþakkaði að fá borð og fór þess í stað beint á barinn og féll vel inn í hóp gestanna sem fyrir voru.

Að sögn þeirra sem voru á staðnum höfðu gestir barsins ekki hugmynd um að hér væri sjálfur krónprins Danmerkur á ferð, hvað þá barna-barna-barna-barnabarn Viktoríu Bretadrottningar og sá fyrsti í erfðaröðinni að dönsku krúnunni.

Sjá einnig: Friðrik Krónprins staddur á Íslandi

Þetta var ekki fyrsta stopp hjá Friðriki og föruneyti hans. Heimildarmaður Fréttablaðsins á veitingastaðnum Snaps sá prinsinn snæða kvöldverð þar. Þar vakti Friðrik mikla athygli meðal gesta en sumir fengu mynd af sér með prinsinum.

Royalistarnir virðast þannig frekar halda til á Snaps en á Pablo Discobar.

Krónprinsinn verður fimmtugur þann 26. maí og af því tilefni verða mikil hátíðarhöld í Danmörku. Verða meðal annars haldnar hlaupa­hátíðir í fimm borgum.


Tengdar fréttir

Friðrik krónprins staddur á Íslandi

Friðrik krónpins af Danmörku er staddur á Íslandi en hann fékk sér kvöldmat á veitingastaðnum Snaps í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.