Viðskipti innlent

Filippseyingar svara símtölum frá Bandaríkjunum fyrir Icelandair

Birgir Olgeirsson skrifar
Upplýsingafulltrúi segir samninginn ekki hafa áhrif á starfsmannafjölda í þjónustuveri Icelandair á Íslandi sem mun áfram svara símtölum frá Íslandi og Evrópulöndum.
Upplýsingafulltrúi segir samninginn ekki hafa áhrif á starfsmannafjölda í þjónustuveri Icelandair á Íslandi sem mun áfram svara símtölum frá Íslandi og Evrópulöndum. Vísir/Anton Brink

Icelandair gekk nýlega frá samningum við alþjóðlegt fyrirtæki að nafni WNS Global Services sem sérhæfir sig í rekstri þjónustuvera, meðal annars fyrir flugfélög.

Starfsmenn WNS á Filippseyjum munu annast svörun símtala frá Bandaríkjunum fyrir Icelandair. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi að vöxtur Icelandair hafi verið mikill á undanförnum árum og fjöldi viðskiptavina aukist mjög.

„Með þessu erum við að auka og bæta þjónustu okkar,“ segir Guðjón. Hann segir þennan samning ekki hafa áhrif á starfsmannafjölda í þjónustuveri Icelandair á Íslandi sem mun áfram svara símtölum frá Íslandi og Evrópulöndum.

WNS er með höfuðstöðvar í Indlandi og er með um 34 þúsund starfsmenn sem vinna í 52 starfsstöðvum fyrirtækisins víða um heim, þar á meðal Indlandi, Bandaríkjunum, Kína, Kosta Ríka, Póllandi, Rúmeníu, Suður Afríku, Srí Lanka og Filippseyjum.

Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru flugfélög á borð við Air Canada, British Airwaves og Virgin Atlantic Airways.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,81
198
784.213
LEQ
2,14
1
30.895
MARL
1,32
52
2.099.147
GRND
0,68
4
50.110

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.