Innlent

17.700 skráningar á sólarhring

Andri Eysteinsson skrifar
Íslensk erfðagreining setti vefinn í loftið 15.maí
Íslensk erfðagreining setti vefinn í loftið 15.maí Vísir/Vilhelm

17.700 hafa nú skráð sig á síðuna arfgerd.is þar sem einstaklingar geta óskað eftir upplýsingum um það hvort þeir beri stökkbreytingu í BRCA2 geninu, segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu.

Allir þeir sem gefið hafa blóðsýni í rannsóknir á vegum íslenskrar erfðagreiningar geta skráð sig á síðuna sem var opnuð formlega þriðjudaginn 15. maí. Þeir sem ekki hafa gefið slík sýni en óska eftir upplýsingunum geta pantað tíma hjá Þjónustumiðstöð rannsókna í Turninum í Kópavogi.


Tengdar fréttir

Þúsundir óska upplýsinga um BRCA2 stöðu sína á nýjum vef

Á fyrstu klukkustundum eftir opnun vefsins arfgerd.is fóru 5.500 manns í gegnum fulla skráningu og bíða nú svars um BRCA2 stöðu sína. Um 2.400 manns bera hið stökkbreytta gen, sem eykur verulega líkur á krabbameini, en aðeins hluti þeirra veit af því. Þeir sem hafa breytta genið fá aukið eftirlit og ráðgjöf.

Vonar að vefurinn hjálpi sem flestum

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vonar að nýr vefur fyrirtækisins geti hjálpað að minnsta kosti hluta þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA2 geninu. Það hafi verið rétt ákvörðun að opna slíkan vef frekar en að bíða eftir svipuðu úrræði hins opinbera. Enn væri þó best að að nálgast einstaklingana að fyrra bragði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.