Fótbolti

Alexander-Arnold í enska hópnum | Lallana komst ekki í hópinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Harry Kane er að sjálfsögðu á leiðinni á HM.
Harry Kane er að sjálfsögðu á leiðinni á HM. vísir/getty

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, kynnti nú fyrir hádegi 23 manna hóp fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar.

Hinn 19 ára gamli Trent Alexander-Arnold er í hópnum en að sama skapi er ekkert pláss fyrir markvörðinn Joe Hart og miðjumanninn Jack Wilshere en þau tíðindi láku út í gær.

Það var heldur ekkert pláss fyrir Adam Lallana og Chris Smalling í hópnum að þessu sinni. Jonjo Shelvey komst ekki heldur í hópunn.Hinn 22 ára gamli Ruben Loftus-Cheek komst í hópinn en hann spilaði vel fyrir Palace í vetur.

Southgate er með nokkra til vara fyrir utan hópinn en það eru Tom Heaton, James Tarkowski, Lewis Cook, Jake Livermore og Adam Lallana.

Hópurinn:

Markverðir: Jack Butland (Stoke), Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Burnley)

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Gary Cahill (Chelsea), Kyle Walker, John Stones (Manchester City), Harry Maguire (Leicester), Kieran Trippier, Danny Rose (Tottenham Hotspur), Phil Jones, Ashley Young (Manchester United).

Miðjumenn: Eric Dier, Dele Alli (báðir Tottenham Hotspur), Jesse Lingard (Manchester United), Jordan Henderson (Liverpool), Fabian Delph (Manchester City), Ruben Loftus-Cheek (Chelsea).

Framherjar: Jamie Vardy (Leicester), Marcus Rashford (Manchester United), Raheem Sterling (Manchester City), Danny Welbeck (Arsenal), Harry Kane (Tottenham).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.