Tónlist

Sýnishorn af tónlist og lagalistum komandi platna Kanye West

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Kid Cudi og Kanye West vinna nú saman að tónlist.
Kid Cudi og Kanye West vinna nú saman að tónlist. Vísir/Getty

Kanye West tísti í gær myndbandi af sér að vinna að nýrri tónlist, en hann hefur farið mikinn á Twitter undanfarið. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.

Í myndbandinu má sjá glitta í uppröðun lagalista á 5 plötum sem Kanye hefur undanfarið tilkynnt að séu í vinnslu. Ef marka má tússtöflurnar í myndbandinu eru plöturnar því allar á leiðinni.

Sólóplata hans á samkvæmt tísti að koma út 1. júní og plata nýs samstarfsverkefnis hans og Kid Cudi, Kids See Ghost, á svo að lenda viku síðar, 8. júní. Hinar þrjár eru svo plötur með Pusha T, sem á að koma út 25. maí, Teönu Taylor, sem á að koma út 22. júní og Nas, með 15. júní sem settan útgáfudag. Þessar fregnir hafa allar fengist gegnum Twitter-reikning Kanye, en myndbandið rennir stoðum undir sannmæti tilkynninganna.

Plata Kanye sjálfs virðist samkvæmt myndbandinu innihalda lagatitlana „Extacy“ og „Wouldn‘t Leave“. Ef marka má auðu reitina fyrir ofan og neðan þá lagatitla má áætla að hvorki furðulagið „Lift Yourself“„Ye vs. the People“ sem kom út beint í kjölfar þess, verði á plötunni.

Lagalisti Kids See Ghost á töflunni er eftirfarandi:

  1. Feel the Love
  2. Kids See Ghosts
  3. 4th Dimension
  4. Ghost Town
  5. Cudi Montage
  6. Devil‘s Watchin‘
  7. ReBorn
Erfiðara er að greina lagalista hinna platnanna, en Pusha T platan mun samkvæmt myndbandinu m.a. innihalda lagið „Sociopath“ og Nas platan mun hefjast á laginu „Everything“.Tengdar fréttir

Yeezús er risinn aftur

Íslandsvinurinn Kanye West vaknaði til lífsins á Twitter í síðustu viku og fór að senda frá sér tíst í gríð og erg. Þar á meðal kynnti hann nýja bók og tvær nýjar plötur, þar á meðal sólóplötuna sem hann hefur verið að vinna að í Wyoming-fylki upp á síðkastið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.