Lífið

Travolta skellti sér upp á svið með 50 Cent og tók nokkur vel valin spor

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórbrotið augnablik þegar þessir tveir snillingar komu fram saman.
Stórbrotið augnablik þegar þessir tveir snillingar komu fram saman.

Stórleikarinn John Travolta henti sér upp á sviðið með rapparanum 50 Cent í eftirpartýi á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Travolta er þekktur fyrir að vera nokkuð góður dansari eins og hann sýndi á sviðinu þegar rapparinn tók lagið Just a Lil Bit.

Töluvert hefur verið ritað um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, enda passar þetta einhvern veginn ekki alveg saman.

Dansinn og rappið en hér að neðan má sjá myndband af atvikinu og nokkur tíst um málið.

50 Cent tísti sjálfur myndbroti af atvikinu og sagði: „Ég og Travolta að djamma saman. Ég kom bara hingað útaf honum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.