Enski boltinn

Messan: Conte bíður eftir því að vera rekinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta var ekki gott tímabil hjá Conte.
Þetta var ekki gott tímabil hjá Conte. vísir/getty

Frammistaða Chelsea á þessari leiktíð olli miklum vonbrigðum. Liðið var að verja titilinn en náði ekki Meistaradeildarsæti er upp var staðið.

Strákarnir í Messunni hafa oft rætt háttalag stjórans, Antonio Conte, í vetur sem virðist á stundum vera að bíða eftir því að verða rekinn.

„Plís, rekið þið mig. Ég ætla ekki að bjarga þessu sjálfur. Hann vill fá borgað með því að láta reka sig. Hann er mótiveraður af peningum. Hann vill gjarna fá eingreiðslu frá Roman og mér finnst hann bíða eftir því að vera rekinn,“ segir Hjörvar Hafliðason.

Rikki Daða veltir því svo fyrir sér hvað hann geri ef eigandi Chelsea ákveður að breyta út af vananum og reki ekki ítalska stjórann.

Sjá má umræðu Messunnar um Chelsea hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.